Úrval dásamlegra jólaævintýra eftir hinn ástsæla höfund Hans Christian Andersen sem gaman er að njóta á notalegum vetrarkvöldum. Láttu hrífast með inn í töfraveröld eins rómaðasta ævintýraskálds allra tíma. Enn í dag, næstum því tveimur öldum eftir að þau birtust fyrst á prenti, segja hin sígildu ævintýri H.C. Andersen okkur ótal dæmisögur um hið góða og hið illa, um ástina og sorgina, um þrautseigju í erfiðum aðstæðum. Ævintýrin höfða vel til barna, en veita fullorðnum lesendum einnig margt að hugsa um! Rifjaðu upp gömul kynni af uppáhaldsævintýrum bernskuáranna og opnaðu ungum lesendum leið inn í heillandi hugarheim H.C. Andersen – nú, þegar jólin eru alveg að ganga í garð… –
लेखक के बारे में
n H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Þar blandar hann saman ævintýraminnum munnmælaheimsins og ljúfsárri sköpun sinni svo úr verður hreinn og tær táknheimur sem hægt er að lesa á ýmsa vegu.n Sögur H.C. Andersens hafa verið færðar í ótal listform, svo sem leikrit, ballett og kvikmyndir.