Hinn ungi efnaði Neville Lynne flyst á sléttur Ástralíu og hefur námurekstur í Lorn Hope. Eitt kvöld í þorpinu er ung kona í leit að húsaskjóli. Margir bjóða henni húsaskjól en hafa misgóða hluti í hyggju. Brugðið er á það ráð að selja hana til hæstbjóðanda á uppboði til að fjármagna spítala. Neville aumkar sér yfir örlögum hennar og býður hæst allra, en það hefur í för með sér örlög sem hann gat ómögulega séð fyrir.Bókin naut mikilla vinsælda á Íslandi áður fyrr sem hluti af Sögusafni heimilanna.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Serían samanstendur af eldri sögum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið eftirsóttar til lengri tíma í flokki rómantískra bókmennta. Bækurnar henta einstaklega vel þegar þú vilt gleyma þér í rómantík og ævintýrum gamla tímans.
Tentang Penulis
Charles Garvice var breskur rithöfundur sem skrifaði ástarsögur. Ferill hans hófst á blaðamennsku en síðar naut hann gífurlegra vinsælda sem penni. Hann seldi á aðra milljón bóka árlega til dauðadags.