Forfattere Diverse 
Norræn Sakamál 2006 [EPUB ebook] 

Supporto

Hér kemur fyrir sjónir lesenda sjötti árgangur og þar með sjötta bókin með norrænum sakamálum. Í þessari bók eru fimm íslenskar frásagnir sem ég held að séu áhugaverðar og þess virði að gefa sér tíma til að lesa þær. Þessar frásagnir eru ólíkar bæði í efni og framsetningu. Hér er frásögn af stóru fíkniefnamáli, sem ekki er aðeins sérstakt vegna þess mikla magns af fíkniefnum sem er fjallað um að hafi verið flutt inn til Íslands, heldur einnig af því að þetta mál var árangur af sérstöku samstarfi íslenskra og þýskra lögregluyfirvalda sem bar svo góðan árangur. Þá er frásögn af manndrápsmáli og rannsókn þess lýst af tæknideildarmönnum í Reykjavík sem segja frá því hvernig sannleikurinn birtist þeim í blóðinu á vettvangi. Í þessari bók eru einnig frásagnir af tveimur öðrum manndrápsmálum sem hvort um sig er sérstakt, bæði vegna þess hvernig verknaðirnir eru framdir og einnig vegna þeirra aðila sem málin fjalla um. Annað þeirra lýsir því hvernig trúarbrögð og siðir, sem okkur eru fjarlæg, geta haft ótrúlega mikil áhrif á líf nútímafólks á Íslandi. Síðast en alls ekki síst er frásögn af máli um umhverfisbrot, en það varð fyrsta málið á sínu sviði, sem endaði með áfellisdómi. Þetta er skemmtileg og hlýleg frásögn sem mun falla öllum unnendum íslenskra náttúru vel í geð.Það er ekki síður áhugavert að lesa frásagnirnar frá hinum Norðurlöndunum. Þær fjalla um margvísleg efni og engin þeirra er annarri lík. Margar þeirra eru svo sérstakar að lesandinn hlýtur að hugsa með sér hvernig þetta geti eiginlega gerst. Það er líka mjög athyglisvert og fróðlegt að lesa um erfiðleika lögreglumannanna og þrautseigju þeirra við að leysa þessi mál þótt það hafi í sumum tilfellum tekið fleiri ár.Ég er viss um að lesendur hafa ánægju af að kynnast þessum málum og þeir verða einnig á margan hátt fróðari eftir lestur þeirra.Njótið vel!-

€7.99
Modalità di pagamento

Circa l’autore

Í bókunum ‘Norræn sakamál’ segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.

Acquista questo ebook e ricevine 1 in più GRATIS!
Lingua Islandese ● Formato EPUB ● Pagine 240 ● ISBN 9788726512083 ● Dimensione 0.7 MB ● Casa editrice SAGA Egmont ● Città Copenhagen ● Paese DK ● Pubblicato 2020 ● Scaricabile 24 mesi ● Moneta EUR ● ID 8091238 ● Protezione dalla copia DRM sociale

Altri ebook dello stesso autore / Editore

72.545 Ebook in questa categoria