Málið sem hér um ræðir, fjallar um innflutning á hassi til Íslands frá Danmörku. Höfuðpaurinn í málinu, Ari Andrason, sem er vel þekktur úr fíkniefnaheiminum hér á landi, hefur yfirleitt þann háttinn á að koma málum þannig fyrir að ef allt fer á versta veg eru það ávalt einhverjir minni spámenn sem sitja í súpunni.Þetta mál var engin undantekning hvað það varðar en þar koma m.a. við sögu hlaðmenn er störfuðu hjá Flugleiðum á Keflavíkurflugvelli.Sá háttur er yfirleitt hafður á við rannsóknir stærri fíkniefnamála að þau fá heiti sem hefur skírskotun í viðkomandi mál og í þessu tilfelli var ákveðið að láta það heita ‘Hlaðmannamálið’.Þetta mál er ekkert ólíkt mörgum öðrum fíkniefnamálum þar sem höfuðpaurarnir nýta sér neyð annarra til að taka þátt og ef illa fer þá er yfirleitt reynt að koma málum þannig fyrir að þessir ógæfumenn taki á sig alla sök.-
Over de auteur
Í bókunum ‘Norræn sakamál’ segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.