Dagarnir hafa verið með rólegra móti hjá hinum háttvirta Dee dómara og varðliði hans síðan hann tók við dómaraembættinu í Pei-chow héraði. Þegar Yeh bræðurnir birtast óvænt í réttarsal hans verður þó breyting á, því að systir þeirra hefur verið myrt með grimmilegum hætti og morðingjann er hvergi að finna. Atvik þetta er þó einungis byrjunin á óhuggulegri og flókinni ráðgátu sem enginn annar en Dee dómari er megnugur að leysa.Bækurnar um ráðgátur Dee dómara eru byggðar á fornum glæpabókmenntum þar sem Dee leysir margslungin mál sem eiga mörg hver rætur sínar að rekja úr raunverulegum dómsmálum frá Kína.
Over de auteur
Robert van Gulik (1910-1967) var hollenskur rithöfundur sem er best þekktur fyrir ævintýrin um Dee dómara. Sögupersónuna fékk hann að láni úr kínverskri skáldsögu frá 18. öld sem hann þýddi yfir á ensku og var hans fyrsta útgefna verk. Í kjölfarið skrifaði hann 17 bækur um Dee dómara sem komu út á árunum 1949-1968. Gulik var margt til lista lagt en ásamt ritstörfunum var hann austurlandafræðingur, diplómati og tónlistarmaður.