Sagan fjallar um bandaríska spæjarann Denver sem dulbýst sem Rússakeisari vegna þess hve sláandi líkir þeir eru. Denver stendur í þakkarskuld við keisarann og tekur því að sér lífshættulegt verkefni en brögð eru í tafli og óljóst hver er í hvaða liði, þar á meðal hin heillandi og undurfagra Helga sem bandaríski spæjarinn verður brátt ástfanginn af.-
เกี่ยวกับผู้แต่ง
Arthur W. Marchmont (1852-1923) var afkastamikill rithöfundur og blaðamaður. Hann skrifaði fjölda hetju- og spennusagna sem fjalla oft á tíðum um spæjara sem flækjast í alls konar pólitísk mál erlendis og þurfa að beita kröftum sínum og gáfum í að bjarga fólki frá mönnum í valdamiklum stöðum. Marchmont var mjög fær í að skapa margslungin verk og spennandi fléttur sem hafa afdrifarík áhrif á sögupersónurnar.