Mía litla er sannkallaður eldibrandur; þó hún sé lítil er hún áköf, klár og hugrökk. Hún er einn af bestu vinum múmínsnáðans. Mía litla vill sjálf fá að ráða ferðinni og eitthvað spennandi á sér stað hvert sem hún kemur. Það er varla hægt að hugsa sér betri ferðafélaga í ævintýraleiðangur en í þetta sinn snýst ævintýrið um Míu litlu sjálfa!Komdu með í ferðalag í friðsælan og tímalausan heim múmínálfanna þar sem múmínsnáðinn, múmínpabbi og múmínmamma lenda í ótal spennandi ævintýrum ásamt vinum sínum snorkstelpunni, Snabba, Míu litlu, Snúði, Pjakki, Fillífjonkunni og öllum hinum.Til hvaða undraheima skyldu þau ferðast næst og hvaða ævintýraverur hitta múmínsnáðinn og vinir hans á leiðinni?
About the author
Ævintýraveröld múmínálfanna, sköpunarverks Tove Jansson, fangar ímyndunarafl barna jafnt sem fullorðinna. Fyrstu sögurnar urðu til árið 1945 og síðan hafa múmínfjölskyldan og vinir hennar eignast aðdáendur um allan heim og birst í bókum og sjónvarpsþáttum á meira en 35 tungumálum. Einstakur og allt að því goðsagnakenndur ævintýraheimur Tove Jansson hefur sópað til sín bókmenntaverðlaunum, svo sem H.C. Andersen verðlaununum, Bókmenntaverðlaunum Selmu Lagerlöfs og mörgum fleirum.