Hér fer á eftir kafli eftir Jóhannes, þar sem hann lýsir störfum sínum hjá Sam- einuðu þjóðunum í Bosníu og Herzegóvínu á tímabilinu ágúst 1999 til maí 2000. Jóhannes starfaði í lítilli, fjölþjóðlegri deild lögreglumanna, sem hafði það hlut- verk að vera eftirlitsaðili og til ráðgjafar fyrir staðarlögregluna við rannsóknir á meiri háttar sakamálum. Stóran hluta starfstíma síns starfaði Jóhannes við annan mann við eftirfylgni á rannsókn á morðinu á aðstoðarinnanríkisráðherra landsins, Jozo Leutar, en hann lést eftir sprengjutilræði þann 16. mars 1999. –
Giới thiệu về tác giả
Í bókunum ‘Norræn sakamál’ segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.